Ferill 605. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.




122. löggjafarþing 1997–98.
Þskj. 1068 – 605. mál.



Nefndarálit



um frv. til l. um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna.

Frá 1. minni hluta sjávarútvegsnefndar.



    Fyrsti minni hluti sjávarútvegsnefndar átelur harðlega að ríkisstjórnin skuli, í krafti meiri hluta síns á Alþingi, lögbinda kjör sjómanna næstu tvö árin.
    Þegar sjómenn greiddu atkvæði um miðlunartillögu sáttasemjara var forsenda samþykkis þeirra að frumvarpaþrenna embættismannanefndar ríkisstjórnarinnar yrði lögfest efnislega óbreytt, enda hafði sjávarútvegsráðherra heitið þeim að það yrði gert.
    Stjórnarandstaðan hefur lagt áherslu á að sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnin standi við loforð sín gagnvart sjómönnum. Með vísan til þeirra efnisbreytinga sem felast í breytingartil lögum meiri hluta sjávarútvegsnefndar er á hinn bóginn ljóst að ríkisstjórnin ætlar að svíkja gefin loforð.
    Það var ríkisstjórnin sem valdi leið frumvarpanna þriggja. Sú staða sem upp er komin og afleiðingar afskipta ríkisstjórnarinnar af málefnum sjómanna er algerlega á hennar ábyrgð.
    Með vísan til þessa mun 1. minni hluti sjávarútvegsnefndar því sitja hjá við afgreiðslu þessara mála í heild sinni.

Alþingi, 27. mars 1998.



Svanfríður Jónasdóttir,


frsm.


Lúðvík Bergvinsson.